Aura

Eflir menningu

Styrkjafrétt Auru: 1. febrúar sprengjan!

1. febrúar sprengjan! Ertu tilbúinn?

Vikan 21.-27. janúar

Engir umsóknarfrestir þessa vikuna

Vikan 28. janúar – 3. febrúar

31. janúar

  • Loftbrú er ætlað að styðja framsækið íslenskt tónlistarfólk til að hasla sér völl á erlendri grund og kynna í leiðinni Reykjavík sem nútímalega menningarborg.

1. febrúar

  • Æskulýðssjóður styrkir verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
  • Evrópa unga fólksins er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki.
  • Skyndistyrkur Reykjavíkur. Styrkbeiðnir utan hefðbundins styrkjaferils vegna tilfallandi verkefna eða viðburða sem ber brátt að og ekki var hægt að sjá fyrir eða skipuleggja í aðdraganda almennrar styrkjaúthlutunar Borgarsjóðs.
  • Norræni Menningarsjóðurinn (Nordisk Kulturfond), veitir fé til norrænna samstarfsverkefna, m.a. á sviði menningarmála, og er miðað við að a.m.k. þrjú norræn lönd eigi hlut að máli. Sjóðurinn veitir einnig styrki til alþjóðlegs samstarfs, ef hugmyndin er að kynna norræna menningu og menningarstefnu.
  • Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn. Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, styðja gagnkvæm menningarsamskipti og fræða um sænska og íslenska menningu og þjóðfélög. Sjóðurinnn styrkir á ári hverju tvíhliða samstarf einkum á sviði menningar, menntunar og rannsókna.
  • Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar – verkefnastyrkir.Verkefnastyrkir eru veittir til framleiðslu verka og sýninga og útgáfu.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 21/01/2013 by in Styrkir and tagged , , , .

Leiðarkerfi

Aura menningarstjórnun

Aura menningarstjórnun kt.420211-0310 Lækjargata 12,4. hæð 101 Reykjavík aura@auraarts.net

Gakktu í lið með 304 áskrifendum