Aura

Eflir menningu

Vilt þú læra að skrifa góða styrkumsókn? Nýtt námskeið haustið 2013. Þróun listrænna verkefna frá hugmynd að framkvæmd.

Næsta námskeið hefst í lok ágúst eða byrjun september og verður nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.

Námskeiðið er hagnýtt fyrir þá listamenn sem ganga með hugmynd að verkefni í maganum. Námskeiðið miðar að því að gera listamenn færa í að gera eigin styrkumsóknir en í umsóknagerð er farið í gegnum ýmis atriði verkefnastjórnunar í leiðinni. Námskeiðið er 7,5 klukkustundir, þrjú kvöld á þremur vikum.

Æskilegt er að nemendur komi með hugmynd að verkefni sem þeir vilja framkvæma inn á námskeiðið. Þá munum við leiðbeina nemendum að búa til verkefnaáætlun sem nýtist við styrkumsóknir, ræða um ferli styrkumsókna, kenna fjárhagsáætlanagerð og önnur praktísk mál sem nýtast listamönnum við framkvæmd verkefna.

Skráning og verð

Skráningar sendist á aura@auraarts.net. Skráningargjald er 10.000 krónur og greiðist fyrir 15. ágúst inn á reikning 513-26-420211 kt. 420211-0310 með skýringunni „Námskeið-skráning“.  Námskeiðið kostar 25.000 krónur, en staðfestingagjaldið dregst af þeirri upphæð. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er seta á námskeiðinu og yfirferð á umsókn. Við bendum áhugasömum á að skoða niðurgreiðslur stéttarfélaganna á námskeiðsgjöldum.

Skipulag námskeiðsins

Kvöld 1 – Grunnur verkefnastjórnunar listrænna verkefna, umsóknir og markaðsmál

Innlögn:

 • Uppbygging námskeiðsins.
 • Umfjöllun um helstu þætti verkefnastjórnunar
 • Þróun verkefnis, verkefnalýsing, tímarammi, fjárhagsáætlun o.fl.
 • Umfjöllun um helstu sjóði og aðrar fjármögnunarleiðir.
 • Hvað telst til styrkhæfs verkefnis?
 • Hvernig er góð umsókn byggð upp?
 • Mismunandi gerðir umsókna.
 • Hefðbundnin umsóknaform.
 • Flókin umsóknaform.
 • Ekkert umsóknaform, hvað þá?
 • Gerð verkefnislýsingar.
 • Markaðsáætlun
 • Markhópsgreining
 • Internetið
 • Prentmiðlar
 • Almannatengsl
 • Söluleiðir, miðasala, afslættir
 • Framtíðarsýn, sjálfbærni, ávinningur.

Kvöld 2 – Fjárhagsáætlanagerð

Innlögn:

 • Hvað er fjárhagsáætlun?
 • Hvað þarf að tiltaka í fjárhagsáætlun?
 • Tekjur og gjöld.
 • Afstemming.
 • Grunnuppsetning fjárhagsáætlana í Excel.

Kvöld 3 – Fylgigögn, eftirmálar styrkveitinga og verkefnastjórnun

Innlögn:

 • Fylgigögn
 • Mikilvægi góðrar ferilskrár.
 • Hvað á að vera með og hverju er betra að sleppa?
 • Uppsetning.
 • Önnur æskileg fylgigögn.
 • Skilyrði sjóða og samningagerð
 • Minni styrkur en sótt var um, hvað gerist þá?
 • Greiðslur sjóða til verkefna. Hvernig fer það fram?
 • Skatturinn.
 • Haldið utanum fjármál verkefnis.
 • Lokaskýrslur.
 • Samantekt á námskeiði.

Spurningum þátttakenda svarað og aðstoð við frágang

Heimaverkefni: Þátttakendur skila fullunninni styrkumsókn með fylgigögnum til Auru til yfirlestrar.

Lokaverkefninu er skilað með umsögn í síðasta lagi þremur vikum eftir síðasta tíma. Þá ættu þátttakendur að standa eftir með vel skilgreint verkefni og efni í umsóknir til að geta fjármagnað verkefnið sitt.

Auglýsingar

7 comments on “Vilt þú læra að skrifa góða styrkumsókn? Nýtt námskeið haustið 2013. Þróun listrænna verkefna frá hugmynd að framkvæmd.

 1. Ég vil endilega vera memm…

 2. Bakvísun: Styrkjafrétt Auru: Námskeið um styrkjakerfið, ferðalög milli Norðurlandanna, tónlist, myndlist, England, Evrópa – er ekki eitthvað hér fyrir þig? « Aura

 3. Bakvísun: Styrkjafrétt Auru: seint koma sumir…… « Aura

 4. Bakvísun: Styrkjafrétt Auru: samfélagssjóðir og samkeppnir « Aura

 5. Bakvísun: Nýir tímar hjá Auru | Aura

 6. Ingibjörg Hannesdóttir
  08/04/2013

  Viljið þið skrá mig? Ætla sannarlega að ná að mæta í þetta sinn. kv. Ingibjörg Hannesar (ingibjorg@skatar.is)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 05/04/2013 by in Námskeið and tagged , , .

Leiðarkerfi

Aura menningarstjórnun

Aura menningarstjórnun kt.420211-0310 Lækjargata 12,4. hæð 101 Reykjavík aura@auraarts.net

Gakktu í lið með 304 áskrifendum