Aura

Eflir menningu

Um Auru

Aura – eflir menningu!

Menningarráðgjafar Auru

Aura menningarstjórnun var stofnuð í febrúar árið 2011 af Sigríði Diddu Aradóttur og Signýju Leifsdóttur. Þær eru báðar með MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Didda er einnig með BA gráðu í íslensku og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Signý er með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á tónmennt.

Hvað gerir Aura menningarstjórnun?

Tilgangur Auru er að svara þeirri vöntum sem hefur verið á aðstoð við listageirann þegar kemur að praktísku hliðunum. Helstu verkefni Auru í dag eru að halda námskeið og fyrirlestra, framkvæmdastýra og fjármagna norræn og evrópsk samstarfsverkefni, veita ráðgjöf varðandi stefnumótun og markaðsetningu fyrir listastofnanir ásamt því sem við veitum listamönnum einstaklingsráðgjöf.

Síðan Aura var stofnuð hefur áhersla starfseminnar færst í auknum mæli á stærri verkefni eins og millilandasamstarf og hátíðir ýmiskonar og höfum við tekið að okkur þróun, verkefnastjórnun og fjármögnun slíkra verkefna í samstarfi við listastofnanir, félög og hópa.

Við höfum starfað með fjölda listamanna, hægt er að sjá hluta af þeim í kaflanum „viðskiptavinir“. Nánari upplýsingar um hvaða þjónustu Aura býður upp á má finna hér.

Hægt er að lesa viðtal við Signýju og Diddu um stofnun Auru og hugmyndafræðina að baki fyrirtækinu á innihald.is HÉR. 

Gildi – leiðarljós

 • Listamenn eiga að fá frelsi til þess að sinna list sinni hvort sem það er til þess að skapa eða framkvæma.
 • Listir eru einn helsti áhrifavaldur samfélagsins.
 • Listir eru mikilvæg atvinnugrein.
 • Listir eru kveikja hugmynda og nýsköpunar í efnahagslífi og samfélagi manna.
 • Listir móta og endurspegla sjálfsmynd og gildismat samfélagsins.
Auglýsingar

2 comments on “Um Auru

 1. Leifur Eiríksson
  01/04/2012

  Þið eruð rosa flottar

  Pabbi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Aura menningarstjórnun

Aura menningarstjórnun kt.420211-0310 Lækjargata 12,4. hæð 101 Reykjavík aura@auraarts.net

Gakktu í lið með 304 áskrifendum